22.3.2010 | 22:57
Ill tíðindi
-gjá við Trölla gýs upp fjall.
Gýg úr vellur. Hart er vor.
Út um völl fer öskugjall
Einhver fellur senn úr hor.
![]() |
Nýtt fjall á Fimmvörðuhálsi |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2010 | 21:46
Slæmt ferðaveður
Ferðveður víða ljótt
verða kjurir skatnar
Herðakýttir húka í nótt
uns hér það loksins batnar
![]() |
Slæmt ferðaveður víða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.1.2010 | 03:10
hreinlega...
sækir mál djarfur af sóma flest
sjaldan þar honum neitt yfirsést
utan hreinlega eitt
sem enginn fær breytt
eigin vanhæfni og dómgreindarbrest .
![]() |
Valtýr: Mér hreinlega yfirsást þetta" |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.1.2010 | 16:21
Vonandi batnar Kastljós við þetta
Það er óskandi að þessi spjallþáttur fari nú batnandi og umfjöllun verði nú meiri um eitthvað annað en staglsama pólitíkusa og poppmúsikanta. Ekki veitir af að fjalla um mál sem varða heill og hamingju lands og lýðs. Hvar er umfjöllun um íslenskan landbúnað? Hann er jú einn af máttarstólpum samfélagsins. Einnig hefur sárlega vantað kveðskap í sjónvarpið og aðrar þjóðlegar menntir.
Kastljóssmenn nú keppist við
kvæðum skulu sinna
Bændur, magál, mörflot svið
mál er nú að kynna !
![]() |
Ömurlegt að sjá á eftir Þórhalli |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 16:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.9.2009 | 12:19
Veður
Veðurblíðan söm við sig,
sól og vindar þíðir.
Vænir geislar vekja þig
af værðarblundi um síðir.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 12:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
14.9.2009 | 21:04
Bræla

Nú tel ég mál sé að mæla
er mótvindar gnauða og væla.
Veðurguð stöðugt með stæla,stóreflis suðvestanbræla.
![]() |
Bræla sunnan- og vestanlands |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.6.2009 | 03:19
Rokkvíkingr
Víkingurinn sté á stól,
stefjahrun úrr hálsi gól.
Söngvinn mjök ok syndafól.
Sex and drugs and rokk and ról.
![]() |
Víkingarnir hlustuðu á rokk |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2009 | 11:15
Oflæknirinn!
Meinsemd ekki mikil var;
á mínu nefi lítil varta.
En oflæknirinn af mér skar
alla helztu líkamsparta.
![]() |
Segir ávísanakerfi ýta undir oflækningar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2009 | 10:03
Tengiliður Evu
Af því gjöldum alla tíð,
er því verr og miður,
þá Adam gjörðist, eina tíð.
Evu tengiliður.
Góðar stundir
![]() |
Tengiliður Evu Joly kostar 6,7 milljónir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2009 | 09:48
Kviðlingur
Kæru landar og nýbúar til sjávar og sveita. Það er með auðmýkt sveitamannsins en jafnframt framtakssemi náttúrubarnsins sem ég læðist hér fram á ritvöllinn. Ég er þeirrar trúar að á umrótstímum eins og þeim sem nú fara í hönd hér innan lands sem erlendis sé rödd mín ekki alls ónýt. Ég vil hér miðla af reynslu minni og þekkingu. Ég hef í seinni tíð sannfærst um það sem segir í Þorleifs þætti Jarlaskállds að oft er gott það er gamlir kveða. Og talandi um að kveða þá kemur mér í hug staka:
Fram á völlu geysist grár
gamall kvæða smiður.
Á hans kolli er ekkert hár
og í honum fátt, því miður.
Góðar stundir að sinni .
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)