27.9.2011 | 23:25
Með löggum skal lög túlka
Ógerlegt er oft að fara að lögum,
ef ástandið er slæmt og strembið mjög
En ég neita öllum ljótum sögum
af að hafa brotið nokkur lög
![]() |
Hafnar fullyrðingu um lögbrot |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Löggæsla | Breytt s.d. kl. 23:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.8.2011 | 16:32
Engisspretta
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.6.2011 | 23:01
Fiskinn minn!
Flestir vilja en fáir njóta
fiskinn veiða og aura hljóta
Sárir öllu illu hóta
eigi þeir að missa kvóta
![]() |
Lagt til að ráðherra rífi frumvarpið |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.6.2011 | 14:22
í orðastað biskups
Sumir æpa svei og skamm,
sannkristnir, göfuglyndir.
Heldur vil ég nú horfa fram
og hugs´ ekki um gamlar syndir
![]() |
Biður þjóðina að horfa fram |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.1.2011 | 14:54
Allt er gott sem endar vel

Illan fékk hann álitshnekk.
Ósatt var kveðinn segja.
Baugur því honum bætur fékk
og báðu hann um að þegja.
![]() |
Fékk þóknun vegna málaferla |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2011 | 09:41
Heitrof
kosta heitum var því rift
Jakob gamli á Gullinhól
gafst loks upp á Taylor Swift
![]() |
Swift og Gyllenhaal hætt saman |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.12.2010 | 21:28
Hver er sá flokkur?
Frá atkvæðagreiðslu um fjárlögin. Þingmenn VG takast á.
Hver er sá flokkur svekktur, sár?
Setinn af fúlum öndum?
Vinstri gulur, grænn og blár ???
Genginn úr meistarans höndum.
![]() |
Visst áfall segir Steingrímur |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
30.11.2010 | 13:24
Aumingja ég
Verður mér í hamsi heitt
við heimsblaðanna lestur.
Enginn skrifar um mig neitt
sem er þó lang lang verstur.
![]() |
Prentmiðlar fjalla mest um Jón Ásgeir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
30.11.2010 | 13:08
Bjartsýn þjóð
Þjóðin stolt sig bjartsýn ber,
bognar ei í vanda.
Hálffullt glasið einatt er
af hamingjunnar landa.
![]() |
Væntingar landsmanna aukast |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
29.8.2010 | 13:54
Sannleikurinn

Á æðstu stöðum altalað
eins og lög og reglur fyrir mæla:
Sagan einatt sýnir að
sannleikurinn mun gera' yður óvinsæla
![]() |
Segir allt stjórnkerfið hafa stutt Ólaf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)