10.3.2012 | 18:29
Veður
Versna tekur veður
víða um land og sjá
Stormur muggu meður
margan kann að hrjá.
Nema þá allir inni
undir teppi að sinni
hírist þar í húmi,
haldi sig í rúmi.
og eða liggi leður-
sófum sínum á
![]() |
Veður fer versnandi á landinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt s.d. kl. 20:28 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2012 | 00:38
Skortur

Yfir sviðið er nú horft
eins og vera ber.
Sjá, fólkið líður firna skort
á forseta, eins og mér.
Myndin er birt án góðfúslegs leyfis forsetaembættisins ;)
![]() |
Skortur á forsetaefnum |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.2.2012 | 03:26
Atvinna í boði
Mann sem ekki veit sitt vamm
og vasklega mun ganga fram.
Mann er sæll og syndlaus er,
sómamann og kavalér.
Mann sem hefur vizku og vit
og vogar sér í eftirlit.
Mann sem er af reynslu ríkur
en ráðvandur. Er einhver slíkur?
![]() |
Vandasamt að finna forstjóra |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2012 | 00:43
RC COLA
Er sé ég kóla á kafi
í kassa þar innan um jóla-
skraut sem að eitt sinn hann afi
ætlaði með út í búr
minnist ég blómgaðra bala,
birtu og sólar á hafi.
Man svo að átti ég einnig
ágæta fernu með Svala
víst út í verkfæraskúr.
Ljóð | Breytt s.d. kl. 00:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
27.1.2012 | 19:54
Í lokápunni
Þvegin úr salti og sápu
sælleg og þvílíkt pen
fór loks út í loðinni kápu
á lífið, hún frú Johansen
![]() |
Svava Johansen mætti í loðkápu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
9.1.2012 | 16:15
Jón Forseti???
Á höfðinu lítið er hár
og hans virðist augnlitur grár
En ætli hann geti
orðið forseti
Íslands, hann Jón þessi Lár.
![]() |
Jón Lárusson í forsetaframboð |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
8.1.2012 | 22:01
Skúli Skýrr
Það lá að og það var og
þótti mörgum eitursnjall.
Keypti Skýrr hann Skúli Mog.
skörungur og bisneskall.
![]() |
Skúli Mogensen kaupir í Skýrr |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt s.d. kl. 22:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2012 | 22:18
Moor kúr

Þegar bæði skin og skúr
skiptust á hjá Demi Moore,
megrunar- fór í feiknar kúr;
full svo langan göngutúr
![]() |
Allt of mjó og lítur illa út |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.1.2012 | 18:01
Framkvæmdastjóri framtaksjóðs

Allt hvað hann gerði var æ til góðs
og það furðu sætti
er Framkvæmdastjóri Framtaksjóðs
framsýnn var og hætti
![]() |
Hættir hjá Framtakssjóði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:04 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
12.11.2011 | 00:31
Núbó létt
Hinu kínverska ljóðskáldi óska ég alls hins besta fyrir hönd íslenskra Morgunblaðsskálda með ljóði eins og vera ber.
Kom í Mogga fögur frétt,
fagna ber oss því öllum.
Núna er yfir Núbó létt,
nú mun hann byggja á fjöllum.
![]() |
Huang Nubo kveðst bjartsýnn |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Ljóð | Breytt s.d. kl. 00:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)