Hvað er efnafræðileg mengun?

Hvað er efnafræðileg mengun?

kubikh7 Er það mengun af völdum efnafræði?

Jú mikið rétt. Án hugtaka fræða og vísinda er ómögulegt að ræða um fyrirbæri á skiljanlegan hátt. Efnamengun er ómögulegt orð. Innan skamms verður líka farið að ræða um jarðfræðilega skjálfta í stað jarðskjálfta. Í stað þess að tala um óveður mun verða talað um veðurfræðilega neikvætt ástand og senn birtast fjölmiðlafræðilegar úttektir á stjórnmálafræðilegum vandamálum af völdum mannfræðilegra mistaka. Ekki er heldur viðeigandi að nota gildishlaðin orð og tala um ljótt hús með ósnyrtilegum garði þegar húsið er bara fagurfræðilega vanhæft og garðurinn snyrtifræðilega óviðunandi. Það er heldur ekki fallegt að tala um að matur sé vondur þó hann sé matvælafræðilega óásættanlegur.  

 

 Við verðum að útrýma misskilningi og nota ekki of mörg orð yfir skyld fyrirbæri. Í öðrum málum er hugtakið cemical notað yfir hluti sem við hér höfum ýmist þýtt sem efna-, eiturefna- eða efnafræðilegt. Það er alger óþarfi að gera svo smásmugulegan greinarmun á skyldum fyrirbærum. Og ef fræðimenn kjósa að gera það ekki legg ég til að fjölmiðlar og almenningur leitist við að gera hið sama, þá fyrst getur umræðan færzt upp á fræðilegra og faglegra plan. 

Góðar stundir

B. B.


mbl.is Efnafræðileg mengun minni en búist var við
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband