Færsluflokkur: Bloggar
29.8.2010 | 13:54
Sannleikurinn

Á æðstu stöðum altalað
eins og lög og reglur fyrir mæla:
Sagan einatt sýnir að
sannleikurinn mun gera' yður óvinsæla
![]() |
Segir allt stjórnkerfið hafa stutt Ólaf |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.8.2010 | 21:52
Lán í ..

Hefur bjáni skítaskán
skuldar án vel settur
Eins mans lán er annars rán
illur smánarblettur.
![]() |
Lán yfirmanna Exista felld niður |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.7.2010 | 09:37
Drukku stíft á Akureyri

Vart er á Eyri lýðum líft,
lúmskir grín að hentu
Ýmsir drukku allt of stíft,
inn í grjótið lentu
![]() |
Nokkrir drukku of stíft á Akureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
20.6.2010 | 13:30
Máttur hafsins

Kolbeinsey í kaf mun senn
Kólga hremmir skerið.
Hafið sigrar, hopa menn....
Held það geti verið...
![]() |
Þyrlupallurinn í Kolbeinsey er horfinn og eyjan sjálf mun brátt heyra sögunni til |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.5.2010 | 20:55
Dagleg kirkjustörf eins og venjulega
Selfosskirkju sérar tveir
saman brauði skipta.
Annar rærður öðrum meir
án þess hinn að typta.
![]() |
Dagleg kirkjustörf í höndum séra Óskars |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.5.2010 | 14:13
Breytt valdahlutföll forseta Íslands
Valdastaða víst er breytt
veröld lít ég snúna.
Áður mátti ég ekki neitt.
Ýmsu ræð ég núna.
![]() |
Ólafur Ragnar ræðir breytt valdahlutföll í veröldinni |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2010 | 18:05
Og þá orti ég ....
Í Reykjavíkur ráðhúsbraggahlöðu
er ríflegt mjög af vel ilmandi töðu
af Orkuveitumyglumoði
mun þó stafa nokkur voði
sem ........varpar skugga á viðunandi stöðu
![]() |
Varpar skugga á viðunandi stöðu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 18:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.4.2010 | 22:02
Og Þá orti ég....
Senna hörð við Siglufjörð
Svigna skörð að framan
Skjálfa börð og hristist hjörð
hrynja vörður saman
![]() |
Jörð skelfur norður af Siglufirði |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.4.2010 | 21:23
Hvað er efnafræðileg mengun?
Hvað er efnafræðileg mengun?
Er það mengun af völdum efnafræði?
Jú mikið rétt. Án hugtaka fræða og vísinda er ómögulegt að ræða um fyrirbæri á skiljanlegan hátt. Efnamengun er ómögulegt orð. Innan skamms verður líka farið að ræða um jarðfræðilega skjálfta í stað jarðskjálfta. Í stað þess að tala um óveður mun verða talað um veðurfræðilega neikvætt ástand og senn birtast fjölmiðlafræðilegar úttektir á stjórnmálafræðilegum vandamálum af völdum mannfræðilegra mistaka. Ekki er heldur viðeigandi að nota gildishlaðin orð og tala um ljótt hús með ósnyrtilegum garði þegar húsið er bara fagurfræðilega vanhæft og garðurinn snyrtifræðilega óviðunandi. Það er heldur ekki fallegt að tala um að matur sé vondur þó hann sé matvælafræðilega óásættanlegur.
Við verðum að útrýma misskilningi og nota ekki of mörg orð yfir skyld fyrirbæri. Í öðrum málum er hugtakið cemical notað yfir hluti sem við hér höfum ýmist þýtt sem efna-, eiturefna- eða efnafræðilegt. Það er alger óþarfi að gera svo smásmugulegan greinarmun á skyldum fyrirbærum. Og ef fræðimenn kjósa að gera það ekki legg ég til að fjölmiðlar og almenningur leitist við að gera hið sama, þá fyrst getur umræðan færzt upp á fræðilegra og faglegra plan.
Góðar stundir
B. B.
![]() |
Efnafræðileg mengun minni en búist var við |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.4.2010 | 21:37
Strókur
Sá í neðra sendir smók
sem og virðar kenna
í hvolfi veðra hvirfilstrók
hvar fjárhirðar brenna.
![]() |
Kolsvartur strókur frá gosinu |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)